Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 09:34
Æfingin í dag, fimmtudaginn 26. febrúar
Æfingin í dag verður kl. 15:00-16:00 á Gervigrasinu hjá öllum.
Engin æfing verður milli kl. 16:00-17:00.
kv. Eysteinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 20:08
Foreldrafundir í næstu viku
Sæl verið þið!
Mánudaginn 2. mars verða foreldrafundir hjá 6.flokk karla:
Yngra árið mætir kl. 19:30 og eldra árið 20:30.
Dagskrá fundanna eru mót sumarsins, mikilvægt er að allir mæti.
Viljum minna á að þeir sem vilja vita um inneignir barna sinna v/fjáraflanna í flokknum geta sent póst á Friðrik Braga, gjaldkera 6.flokks á netfangið fridrik.braga@gmail.com og fengið upplýsingar um stöðuna.
kv. Eysteinn og foreldraráð 6. flokks karla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 20:05
Furðufataæfing á miðvikudaginn
Á næstu æfingu í Höllinni á miðvikudaginn er "Furðufataæfing" í tilefni öskudagsins.
Annars er frjáls mæting ef einhverjir fara í bæinn og komast ekki á æfingu.
Stóra spurningin er hins vegar hver vinnur búningakeppni 6. flokks??
Ég hugsa að það verði þjálfarinn
Sjáumst
Eysteinn og Tryggvi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 20:03
Njarðvíkurmótið - úrslit
Takk fyrir skemmtilegt mót í gær. Ef einhver á myndir frá mótinu má viðkomandi gjarnan senda mér þær. Þarf að fá einhverja ljósmyndara í flokkinn
Eins og oft áður var árangurinn upp og ofan. Sumt gekk mjög vel og í öðru má gera betur.
Hér má sjá öll úrslit gærdagsins.
Sjáumst hress á næstu æfingu.
kv. Eysteinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 15:07
Njarðvíkurmót - nánari upplýsingar
Sunnudaginn 22. febrúar
- Mikilvægt er að allir mæti stundvíslega á mótsstað í síðasta lagi kl. 08:45 og láti vita með fyrirvara ef forföll verða.
- Muna að mæta í sínum Þróttartreyjum ef þið eigið.
- Mótsgjald er kr. 1000 sem greiðist strax við komuna á mótið til liðstjóra hvers liðs.
A-deild B-deild
Snorri Mats (m) Valgeir Einarsson Júlíus Óskar Hróbjartur Bragi Gústav Kári Þorgeir Alli Máni Snær Liðsstjóri: Páll Karlsson (Hróbjartur) | Tómas Bragi (m) Oddur Bjarki Ragnar Steinn Oliver Logi Snær Nikulás Val Kristófer Ólafur Rúnar Anton Björn Flosi Liðsstjóri: Helgi Björnsson (Anton Björn) |
C-deild D-deild
Stefán Haukur (m) Gísli Gautur Karl Jakobsson Brimar Óskar Dagur Andri Snær Gunnlaugur Örn Sigurbergur Andri Sævarsson Valgarð Daði Liðsstjóri: Sævar (Andri Sævars) | Hjörleifur Hafstað (m) Magnús Fjalar Tómas Atli Guðlaugur Darri Björn Bárður Alexander Máni Anton Örn Haukur Páll Grétar Már Liðsstjóri: Árni Sveinn (Haukur Páll) |
Kv. Eysteinn 690-0642
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2009 | 08:45
Njarðvíkurmót - Sunnudaginn 22. feb
Njarðvíkurmótið í 6. flokki fer fram sunnudaginn 22. febrúar í Reykjaneshöll.
Leikjaniðurröðun fyrir mótið á sunnudaginn er í viðhengi, sjá hér að neðan.
Mótið hefst kl. 9.00 og lýkur með verðlaunaafhendingu um kl. 13.00.
Þátttökulið eru Njarðvík, Víðir, Valur, FH, Haukar og Þróttur R.
Um mótið
Leikið á 4 völlum samtímis vallarstærð 50 x 32 m..
Leikið í 4. deildum, fjöldi liða í hverri deild: 6 (A,B,C og D).
Leiktími 1 x 12 mín.
Fjöldi í liði: 6 útileikmenn + markvörður.
Mótstími: kl. 09:00 13:00.
Mótsgjald: 1.000 kr. á mann
Gos og pizzur í mótslok.
Sigurlið í hverri deild fær bikar.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu móti verða að skrá sig hér á blogginu fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 19. febrúar. Hver og einn verður að redda sér á staðinn.
Liðskipan verður síðan birt á fimmtdaginn hér á blogginu.
kv. Eysteinn og Tryggvi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
13.2.2009 | 23:19
Bíóferðin í gær!
Sæl verið þið!
Bíóferðin í gær gekk eins og í sögu og voru allir til fyrirmyndar í einu og öllu.
Hér fylgja 3 myndir úr ferðinni í gær.
kv. Eysteinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 13:59
Fjáröflun - afhending á vöru
Það komu upp smávandræði með afhendingar á vörunum og verður afhending á klósettpappír og eldhúsrúllum á þriðjudaginn 17.2 frá 17:30 - 18:30 hjá Þrótti í Laugardal.
Vinsamlega náið í ykkar pantanir á þeim tíma.
Varðandi tannhirðusett þá gleymdi söluaðili þess að láta okkur vita að þau eiga ekki tannkremið í það og það kemur ekki fyrr en eftir 2 mánuði þannig að við verðum að sleppa því. Þau ykkar sem greidduð fyrir það fáið endurgreitt. Það fer þannig að fram að þið gefið okkur bankaupplýsingar á þriðjudaginn þegar afhending á sér stað. Í framhaldi verður síðan lagt inn á ykkur.
Okkur þykir þetta leitt en því miður fengum við ekki þessar upplýsingar fyrr en núna
Kveðja
Foreldraráð 6. flokks karla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 14:51
Bíóferð á fimmtudaginn
Knattspyrnudeild Þróttar ætlar að bjóða strákunum í 6. Flokk karla í knattspyrnu í bíó þar sem flokkurinn var söluhæsti flokkurinn m.v. iðkendafjölda í happdrættis og geisladiskasölunni sem fram fór um jólin.
Bíóferðin verður farin á fimmtudaginn kemur (12. Febrúar) kl. 18:00 í Laugarásbíó.Allir verða að vera mættir stundvíslega kl. 17:45 í anddyrið á Laugarásbíó.
(Æfingin á fimmtudaginn verður að sjálfsögðu líka á sínum stað)
Leyfilegt er að koma með 500 kr í sjoppuna en ekki meira en það.
Myndin sem farið verður á heitir Hotel for Dogs.
Bestu kveðjur
Eysteinn og Tryggvi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 14:47
Mánaðarplanið - Febrúar 2009
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)