Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 23:38
Vinamótinu lokið!
Þá er vinamótinu lokið og gekk það vel í flesta staði þó úrslitin hefðu mátt vera betri í sumum liðum.
Gengur bara betur næst :-)
Það sem bar hæst var að liðið okkar í C-deild vann sitt mót og fékk bikar í verðlaun.
Öll úrslit á mótinu má nálgast í skránni hér fyrir neðan.
Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við mótshald kærlega fyrir hjálpina.
Þá vil ég endilega biðja þá sem eiga myndir frá mótinu að senda mér þær ef þeir geta.
kv. Eysteinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 11:01
Vinamótið - liðsskipan og leikjaplan
Sunnudaginn 29. mars Egilshöll.
- Mikilvægt er að allir mæti stundvíslega á mótsstað og láti vita með fyrirvara ef forföll verða.
- Muna að mæta í sínum Þróttartreyjum ef þið eigið, við reddum hinum að sjálfssögðu.
- Mótsgjald er kr. 1000 sem greiðist fyrir fyrsta leik til þjálfara.
- Leikjaplanið er neðst í þessari færslu.
Liðsskipan
A-deild
Mæting kl. 11:10 í Egilshöll, búið um kl. 14:15
Snorri Mats (m), Bragi, Þorgeir, Valgeir, Gústav Kári, Júlíus Óskar,
Alexander Ágúst, Hróbjartur, Oliver Darrason.
B-deild
Mæting kl. 11:10 í Egilshöll, búið um kl. 14:15
Logi Snær, Oddur Bjarki, Kalli Jakobs, Ragnar Steinn, Hilmir Dan,
Einar Örn, Gísli Gautur, Darri Dagur, Einar Elías, Sigurbergur.
C-deild
Mæting kl. 14:15 í Egilshöll, búið um kl. 17:00
Andri Sævarsson, Kristófer Már, Flosi, Anton Björn, Ólafur Rúnar,
Nikulás, Máni Snær, Elmar Gauti.
D- deild (Þróttur 1)
Mæting kl. 14:30 í Egilshöll, búið um kl. 18:00
Andri Snær, Brimar, Elmar Gauti, Alexander Máni, Óskar Dagur,
Gunnlaugur Örn, Andri Dagur, Tómas Bragi, Grétar Már.
D-deild (Þróttur 2)
Mæting kl. 14:00 í Egilshöll, búið um kl. 18:10
Hjörleifur Hafstað, Tómas Atli, Bárður Örn, Björn Hólm,
Anton Örn, Magnús Fjalar, Valgarð Daði, Guðlaugur Darri.
kv. Eysteinn og Tryggvi.
Bloggar | Breytt 28.3.2009 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 22:27
Vinamót Þróttar - Skráning á mótið
Sæl verið þið!
Skráning á sunnudaginn er hafin, vinsamlegast skráið ykkur í athugasemdardálkinn hvort þið ætlið að vera með eða ekki.
Skráning stendur til fimmtudagskvöld.
kv. Eysteinn og Tryggvi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
24.3.2009 | 22:25
Vinamót Þróttar - Aðstoð foreldra óskast
Sæl verið þið!
Okkur vantar aðstoð vegna Vinamótsins um helgina en það eru foreldraráð í 6.flokki karla hjá Víking og Þrótti sem sjá um skipulagningu og framkvæmd mótsins.
Störfin eru margvísleg, t.d. tímaverðir, dómarar, skráning úrslita, veitingasala ofl.
Vinsamlegast sendið póst á Helga Björns helgibj68@gmail.com ef þið hafið tök á að aðstoða okkur eða setjið nafnið ykkar inn hér að neðan í athugasemdardálkinn.
Koma svooo, allir að hjálpa til
kv. Eysteinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2009 | 22:23
Vinamót Þróttar á sunnudaginn.
Haldið í Egilshöll sunnudaginn 29. Mars. |
Mótið hefst kl. 11:40 og lýkur um kl. 18:15. |
|
Um mótið |
Leikið er á 4 völlum samtímis |
Leikið verður í 4 deildum, þ.e. A, B, C og D. |
A og B deild spila frá kl. 11:40-14:15 |
C deild spilar frá kl. 14:30-17:10 |
D deild spilar frá kl. 14:30 - 18:15 |
Leiktími er 1x10 mínútur (2 mínútur á milli leikja) |
Í A, B og C deild er spilað krossspil milli riðla (5 leikir á lið) |
Í D deild eru tveir 7 liða riðlar og spilar hvert lið 6 leiki (ekki krossspil) |
Fjöldi í liði 6 útileikmenn + markmaður |
Mótsgjald er 1000 kr á mann |
Pizzuveisla í mótslok. |
Sigurliðið í hverri deild fær bikar |
(Í D deild eru veittir 2 bikarar, 1 fyrir hvorn riðil) kv. Eysteinn og Tryggvi. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 22:13
Æfingarplanið fram að páskum og mikilvægar dagssetningar
Sjá viðhengi.
kv. Eysteinn og Tryggvi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 11:27
Shellmót - Skráning hafin (aðeins eldra árið)
Sæl verið þið!
Nú þarf að fara staðfesta skráningu v/Shellmótsins í Eyjum sem fram fer 24.-28. júní nk.
Búið er að halda foreldrafund þar sem farið var yfir málin og er búið að manna einhverjar stöður og nefndir fyrir þessa ferð.
Eftirtaldir buðu sig fram sem fararstjórar:
Mats (Snorri)
Darri (Oliver)
Óskar (Gústav)
Friðrik (Bragi)
Og í matarnefnd:
Ólafur (Hugi)
Leifur (Þorgeir)
Og í fatanefnd verður Gulla mamma Valgeirs sem tengiliður hópsins.
Við ætlum að halda kostnaði í lágmarki en fyrsta kostnaðaráætlun miðar við 25.000.- á dreng. Við stefnum á að leigja 9 manna bíl sem mæltist vel fyrir í fyrra til að transportera um eyjuna.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 17. mars.
Bið ykkur um að skrá nöfn barna ykkar á blogginu undir þessari frétt.
kv. Eysteinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.3.2009 | 10:41
Mátunardagur á þriðjudaginn!
Eins og áður hefur verið kynnt er knattspyrnudeild Þróttar kominn í Errea og nú er komið að pöntunum.
Á þriðjudaginn næsta (17.mars) kl 16.30 - 18.30 verður unglingaráð Þróttar með mátunardag vegna nýrra félagsgalla. Hægt verður að kaupa beint af Þrótti í þessari pontoon og því einnig um söludag að ræða. Nauðsynlegt er fyrir alla iðkenndur að koma í salinn í Þrótti og máta nýja keppnistreyju frá Errea. Ástæðan er sú að í sumaræfingagjaldinu verður treyja innifalinn í gjaldinu og því nauðsynlegt að fá stærðir allra í öllum flokkum.
Einnig verður hægt að kaupa á sérkjörum félagsgalla, fótboltasokka, stuttbuxur, gervigrasbuxur og fleira. Því eru foreldrar hvattir til að koma með börnunum og sjá hvernig nýju vörurnar líta út og versla beint af félaginu.
Boðið uppá að greiða með Visa/Euro fyrir þá sem vilja nýta sér tilboðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 11:29
Boltinn í beinni og leikur í blaki karla!
Boltinn í beinni í Þróttarheimilinu
Á morgun, þriðjudaginn 10. mars og miðvikudaginn 11. mars verður Meistaradeildarboltinn í beinni á risatjaldi í Þrótti.
Við hvetjum alla Þróttara, stóra sem smáa til að mæta og horfa saman á leikina mynda góða stemningu.
Kjörið fyrir iðkendur í öllum deildum að mæta og taka mömmu og pabba með.
Útsendingin byrjar kl. 19:30 en leikirnir sjálfir hefjast kl. 19:45.
Þeir leikir sem verða sýndir á stóra skjánum eru eftirfarandi:
Þriðjudagurinn 10. mars
Liverpool - Real Madrid
Miðvikudagurinn 11. mars
Manchester United - Inter Milan
Koma svooo, allir að láta sjá sig.
-----------------------------------------------------
Þróttur Stjarnan
Í blaki karla
Á morgun þriðjudag verður sannkallaður stórleikur í blaki karla.
Þá eigast við Þróttur og Stjarnan kl. 19.30 í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Þróttarar þurfa aðeins að sigra í einni hrinu og þá er deidarmeistaratitillinn okkar Þróttara og ekki amalegt að hefja afmælisárið á titli.
Ef allt gengur að óskum verður titillinn afhendur í leikslok.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik.
Það er frítt inn og varla hægt að hugsa sér ódýrari fjölskylduskemmtun.
Allir á völlinn....
Lifi Þróttur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 23:19
Öskudagsæfingin gekk vel
Á Öskudaginn var frjáls mæting og var greinilegt að sníkjuferð í bæinn eftir nammi heillaði meira hjá all flestum heldur en að mæta á æfingu.
Hins vegar voru þeir sem mættu í sínum furðufötum og var mikil stemning á æfingunni.
Hér að neðan má sjá tvær myndir frá æfingunni en mestu athyglina vakti búningur Guðlaugs Darra sem mætti sem I-pod.
kv. Eysteinn og Tryggvi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Fólk
- Hailey Bieber svarar skilnaðarsögum í opinskáu viðtali
- Krefjast 19 milljóna vegna ólöglegra myndbirtinga
- Beðin að afklæðast í áheyrnarprufu
- Þekkt barfluga fallin frá
- Látin á hátindi ferils síns
- Segir Diddy hafa borgað sér 30.000 dollara fyrir að þegja
- Birgitta syngur nýjasta sigurlag Eurovision og slær í gegn
- Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum