Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
28.1.2008 | 18:07
Æfingaleikur gegn Fjölni
Sæl!
Þá er komið að því að vera með æfingaleik í janúar (reyndar yngra árið í febrúar :-)
Okkur bauðst að koma í heimsókn til Fjölnis í Grafarvogi og við þiggjum það að sjálfsögðu að komast inn í Egilshöll í hlýjuna.
Hins vegar eru æfingaleikurinn hjá eldra árinu á vinnutíma foreldra og spurning hvort einhverjir nái ekki að fórna sér og skutla strákunum uppeftir. En allavega látið vita í athugasemdardálkinn hvort þið komist í leikinn eða ekki, eins ef þið hafið far og ef þið hafið það, þá hvort þið hafið laust fyrir fleiri.
En leikirnir eru sem hér segir
Fimmtudagurinn 31. jan kl. 15:00-16:00 í Egilshöll (eldra árið) Þeir sem eru í skólanum þangað til rétt fyrir mæta bara aðeins of seint.
Laugardagurinn 2. feb kl. 9:30-10:30 í Egilshöll (yngra árið)
Tölum betur um þetta á æfingunni á miðvikudaginn, allir að mæta þá.
kv. Eysteinn, Svenni og Kiddi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.1.2008 | 09:37
Frístundastyrkur - meira en helmingur á eftir að ráðstafa
Sæl!
Þeir sem hafa hug á því að ráðstafa frístundastyrknum uppí æfingagjöld eru beðnir um að gera það hið fyrsta, áður en greiðsluseðlar verða sendir út.
Aðeins er rétt tæplega helmingur búnir að ráðstafa.
kv. Þjálfarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 23:20
Æfingagjöld fyrir janúar - maí 2008
Í lok janúar verða sendir út greiðsluseðlar v/æfingagjalda í knattspyrnudeild fyrir vetrartímabilið sem er frá 1. janúar - 31. maí 2008.
Þess vegna biðjum við þá sem hafa hug á því að nýta sér frístundastyrkinn (sem er 25.000 kr) að ganga frá því sem fyrst eða fyrir 25. jan. Eftir þann tíma verður sendir út greiðsluseðlar á alla þá sem ekki hafa gengið frá greiðslu æfingagjaldanna.
Æfingagjöldin eru eftirfarandi:
Knattspyrnudeild
Tímabil 1. Janúar -31. maí
8. flokkur kk og kvk 6.000 kr
6. og 7. flokkur kk og kvk 11.500 kr
5. flokkur kk og kvk 12.500 kr
3. og 4. flokkur kk og kvk 14.000 kr
2. flokkur kk og kvk 16.000 kr
Allar upplýsingar um frístundakortið má finna með því að smella hér
Nánari upplýsingar um æfingagjöld hjá knattspyrnudeildinni má fá með því að senda póst á: innheimta[at]trottur.is eða í síma 661-1040 (Hansi)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 22:54
Happdrætti - Happdrætti
Sæl!
Eins og vonandi flestir hafa tekið eftir að þá frestaðist að draga í Jólahappdrætti Þróttar um 1 viku.
Ástæða þess er sú að alltof margir voru ekki búnir að skila af sér sínum óseldu miðum eða peningum fyrir seldum miðum.
Dregið verður semsagt föstudaginn 18. janúar og eru allra, allra, allra síðustu forvöð fyrir þá sem eiga eftir að skila af sér, að gera það á morgun fimmtudag.
kv. Eysteinn og co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 22:49
Mátun - fimmtudaginn 17. jan
Sæl verið þið!
Núna hefur fatanefndin í 6. flokk karla tekið til starfa og ætlar hún að vera með mátun fimmtudaginn 17 jan (á morgun)
kl. 15:45 - 16:00 hjá eldra árinu og
kl. 16:00 - 16:15 hjá yngra árinu.
Kannski ágætt að útskýra það líka það líka af hverju við erum að láta strákana máta.
Þannig er að þegar farið er á mót sbr. Shellmótið í Vestmannaeyjum ofl. mót að þá hafa liðin oftar en ekki lagt uppúr því að mæta eins til leiks þ.e. þegar við ferðumst saman á þessi mót og eins á milli leikja (Bæði auðveldar þetta að halda utan um hópinn svo ekki sé talað um stemninguna og samkenndina sem myndast í hópnum þegar allir eru eins).
Þá vita allir að það er allra veðra von á Íslandi og gott að vera vel útbúinn þegar á mótin er komið.
Þess vegna hefur fatanefndin ákveðið að kanna með fatnað með góðum fyrirvara og er hægt að ná hagstæðum samningum ef margir kaupa saman og ef við erum nægilega tímanlega að panta því þetta getur tekið 3-4 mánuði.
Það sem er í boði núna eru Flíspeysur frá 66° norður sem verða sérsaumaðar í rauðum lit fyrir okkur Þróttara og verða merktar með nafni viðkomandi og að sjálfsögðu með Þróttaramerkinu í barminum. Þessar flíspeysur eru einnig vindheldar og mjög hentugar þegar farið er á mót.
Þá má er aldrei hægt að afskrifa rigninguna á Íslandi og því er fatanefndin einnig með í boði Regngalla frá Didriksson, þ.e. rauður stakkur og svartar buxur.
Áætlað verð fyrir þetta er eftirfarandi:
Flíspeysan frá 66° norður kostar frá kr. 4000 4500 kr
Regngallinn er frá Didrikson og kostar um 4700 kr
Það ber einnig að taka það fram að enginn er skyldugur til þess að fjárfesta í þessum fatnaði og gamli góði Þróttaragallinn er enn í fullu gildi og þær Þróttarvörur sem fást í Sportlandi Ármúla. Þessi fatnaður er hrein viðbót sem fæst á hagstæðu verði og er ekki til í Sportlandi Ármúla.
Varðandi kostnaðinn við þetta allt saman auk kostnaðarins sem hlýst af því að taka þátt í mótum og þess háttar í sumar, að þá mun flokksráðið og þjálfarar flokksins og félagið sjálft gera öllum kleift að safna fyrir þessum kostnaði með hinum ýmsum fjáröflunum, bæði eru þær búnar að vera sbr. Jólahappdrætti Þróttar og eiga eftir að vera sbr. Páskaeggjahappdrætti Þróttar svo dæmi séu tekin.
Þá á flokksráðið/fjáröflunarnefnd eftir að ráða ráðum sínum og finna fleiri fjáraflanir og verður látið vita af því um leið og eitthvað fellur okkur í skaut.
Með von um að allir viti núna um hvað málið snýst!
Þjálfarar og fatanefnd 6. flokks karla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 15:48
Shellmótið í sumar - Byrjað að bóka í Herjólf
Eins og flestir ættu að vita að þá ákváðum við í haust að fara með eldra árið á Shellmótið í Eyjum í sumar.
Shellmótið hefst fimmtudaginn 26. júní og lýkur seint á laugardagskvöldið 28. júní.
Foreldrar hafa oftar en ekki fylgt börnunum sínum á þetta mót og hafa þurft að huga að því í tíma að panta far fyrir sig og sína fjölskyldu til Eyja á meðan mótinu stendur. (Við sjáum um að redda öllu fyrir þáttakendur).
Við vorum að frétta að búið væri að opna fyrir skráningu í Herjólf og vildum benda fólki á að athuga það í tíma ef það hefur hug á að fara með á mótið í sumar.
Vefur Herjólfs
kv. Flokksráð og þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 16:50
Allra síðasti séns til að skila happdrættismiðum!
Núna eru síðustu forvöð að skila óseldum happdrættismiðum eða peningum fyrir selda miða.
Allra síðasti séns er á æfingunni á morgun, fimmtudag.
Þeir sem gleymdu að skila í dag og þeir sem voru ekki á æfingunni í dag og eiga eftir að skila eru:
Líó
Árni Freyr
Birgir Þór
Bjartur Steinn
Hróbjartur
Ragnar Steinn
Sigurður Andri
Valgeir Ingi
Þorgeir Bragi
kv. Eysteinn og Co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 15:21
Síðasti skiladagur á happdrættismiðum - miðvikudagurinn 9. jan.
Á morgun miðvikudaginn 9. jan er síðasti skiladagur á óseldum happdrættismiðunum eða peningum fyrir selda miða.
Vinsamlegast mætið með þetta á æfingu á morgun.
kv. Eysteinn, Svenni og Kiddi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 20:44
Gleðilegt nýtt ár!
Sæl!
Við viljum óska öllum gleðilegs nýs árs.
Fyrsta æfingin á nýju ári verður mánudaginn 7. janúar í Höllinni.
kv. Þjálfarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Erlent
- Rannsakaður vegna aðgerða í Covid-19 faraldrinum
- Leyfa afhendingu hjálpargagna til Gasa
- Fjögur börn létust í sprengjutilræði
- Kröfur Rússa muni sýna fram á hvort þeim sé alvara
- Leó páfi vill hýsa friðarviðræður
- Þrír látnir eftir þrumuveður í Frakklandi
- Telja Biden hafa verið með krabbamein sem forseti
- Fordæmi fyrir frekari leyfi
Fólk
- Hailey Bieber svarar skilnaðarsögum í opinskáu viðtali
- Krefjast 19 milljóna vegna ólöglegra myndbirtinga
- Beðin að afklæðast í áheyrnarprufu
- Þekkt barfluga fallin frá
- Látin á hátindi ferils síns
- Segir Diddy hafa borgað sér 30.000 dollara fyrir að þegja
- Birgitta syngur nýjasta sigurlag Eurovision og slær í gegn
- Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum