13.3.2009 | 10:41
Mátunardagur á þriðjudaginn!
Eins og áður hefur verið kynnt er knattspyrnudeild Þróttar kominn í Errea og nú er komið að pöntunum.
Á þriðjudaginn næsta (17.mars) kl 16.30 - 18.30 verður unglingaráð Þróttar með mátunardag vegna nýrra félagsgalla. Hægt verður að kaupa beint af Þrótti í þessari pontoon og því einnig um söludag að ræða. Nauðsynlegt er fyrir alla iðkenndur að koma í salinn í Þrótti og máta nýja keppnistreyju frá Errea. Ástæðan er sú að í sumaræfingagjaldinu verður treyja innifalinn í gjaldinu og því nauðsynlegt að fá stærðir allra í öllum flokkum.
Einnig verður hægt að kaupa á sérkjörum félagsgalla, fótboltasokka, stuttbuxur, gervigrasbuxur og fleira. Því eru foreldrar hvattir til að koma með börnunum og sjá hvernig nýju vörurnar líta út og versla beint af félaginu.
Boðið uppá að greiða með Visa/Euro fyrir þá sem vilja nýta sér tilboðin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.