9.3.2009 | 11:29
Boltinn í beinni og leikur í blaki karla!
Boltinn í beinni í Þróttarheimilinu
Á morgun, þriðjudaginn 10. mars og miðvikudaginn 11. mars verður Meistaradeildarboltinn í beinni á risatjaldi í Þrótti.
Við hvetjum alla Þróttara, stóra sem smáa til að mæta og horfa saman á leikina mynda góða stemningu.
Kjörið fyrir iðkendur í öllum deildum að mæta og taka mömmu og pabba með.
Útsendingin byrjar kl. 19:30 en leikirnir sjálfir hefjast kl. 19:45.
Þeir leikir sem verða sýndir á stóra skjánum eru eftirfarandi:
Þriðjudagurinn 10. mars
Liverpool - Real Madrid
Miðvikudagurinn 11. mars
Manchester United - Inter Milan
Koma svooo, allir að láta sjá sig.
-----------------------------------------------------
Þróttur Stjarnan
Í blaki karla
Á morgun þriðjudag verður sannkallaður stórleikur í blaki karla.
Þá eigast við Þróttur og Stjarnan kl. 19.30 í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Þróttarar þurfa aðeins að sigra í einni hrinu og þá er deidarmeistaratitillinn okkar Þróttara og ekki amalegt að hefja afmælisárið á titli.
Ef allt gengur að óskum verður titillinn afhendur í leikslok.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og hvetja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik.
Það er frítt inn og varla hægt að hugsa sér ódýrari fjölskylduskemmtun.
Allir á völlinn....
Lifi Þróttur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.