11.12.2008 | 13:24
Fjáröflun í desmeber fyrir iðkendur
Kæru foreldrar/forráðamenn!
Í þessari viku erum við að afhenda iðkendum yngri flokkanna í Þrótti Jólahappdrættismiða og Geisladiska til að selja og viljum við biðja ykkur að athuga hvort allir skili sér ekki með þetta heim til ykkar.
Þessi sala er orðin árleg fjáröflun Knattspyrnudeildar sem og iðkenda hennar.Hver iðkandi fær með sér 10 happdrættismiða sem hann/hún reynir að selja. Hver miði kostar 1000 kr og fær hver iðkandi 500 kr í sölulaun af hverjum seldum miða.
Þá fær hver iðkandi líka 3 geisladiska til að selja en Geisladiskurinn Portrett Þróttur kom út í sumar. Diskurinn kostar 2000 kr og fær hver iðkandi 1000 kr í sölulaun af hverjum seldum disk.
Þetta er kjörin leið til að safna pening fyrir mótakostnaði og keppnisferðum næsta sumar.Allir þurfa síðan að skila af sér öllum óseldum miðum, diskum og peningum fyrir sölunni til þjálfara síns í síðasta lagi 10. Janúar en dregið verður í Jólahappdrættinu 20. Janúar.
Peningunum sem hver og einn safnar sér með sölunni verða lagðir inná reikning hvers flokks fyrir sig þar sem þeir verða eyrnamerktir viðkomandi sölumanni. Við vonumst að sjálfsögðu til að allir selji sína miða og diska og gangi vel í sölunni.Þá er hægt að nálgast fleiri miða til að selja fyrir þá allra hörðustu, en veitt eru verðlaun fyrir öflugasta sölumann Þróttar.
Ef ykkur vantar nánari upplýsingar er hægt að hafa samband beint við þjálfara flokkanna eða Helga formann unglingaráðs í síma 588-2995 eftir kl. 17:00 á daginn.
Með fyrirfram þakklæti og jólakveðjum.Knattspyrnudeild Þróttar
Í þessari viku erum við að afhenda iðkendum yngri flokkanna í Þrótti Jólahappdrættismiða og Geisladiska til að selja og viljum við biðja ykkur að athuga hvort allir skili sér ekki með þetta heim til ykkar.
Þessi sala er orðin árleg fjáröflun Knattspyrnudeildar sem og iðkenda hennar.Hver iðkandi fær með sér 10 happdrættismiða sem hann/hún reynir að selja. Hver miði kostar 1000 kr og fær hver iðkandi 500 kr í sölulaun af hverjum seldum miða.
Þá fær hver iðkandi líka 3 geisladiska til að selja en Geisladiskurinn Portrett Þróttur kom út í sumar. Diskurinn kostar 2000 kr og fær hver iðkandi 1000 kr í sölulaun af hverjum seldum disk.
Þetta er kjörin leið til að safna pening fyrir mótakostnaði og keppnisferðum næsta sumar.Allir þurfa síðan að skila af sér öllum óseldum miðum, diskum og peningum fyrir sölunni til þjálfara síns í síðasta lagi 10. Janúar en dregið verður í Jólahappdrættinu 20. Janúar.
Peningunum sem hver og einn safnar sér með sölunni verða lagðir inná reikning hvers flokks fyrir sig þar sem þeir verða eyrnamerktir viðkomandi sölumanni. Við vonumst að sjálfsögðu til að allir selji sína miða og diska og gangi vel í sölunni.Þá er hægt að nálgast fleiri miða til að selja fyrir þá allra hörðustu, en veitt eru verðlaun fyrir öflugasta sölumann Þróttar.
Ef ykkur vantar nánari upplýsingar er hægt að hafa samband beint við þjálfara flokkanna eða Helga formann unglingaráðs í síma 588-2995 eftir kl. 17:00 á daginn.
Með fyrirfram þakklæti og jólakveðjum.Knattspyrnudeild Þróttar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.