22.7.2008 | 10:45
Framundan í 6. flokki
Sæl verið þið!
Núna í dag er frí á æfingu og einnig á fimmtudaginn.
Næsta æfing er því mánudaginn 28. júlí kl. 13:00-14:00.
Ástæðan er Rey-cup en allir vellir og allt starfsfólk er upptekið í undirbúning fyrir það mót.
Ég sagði við strákana í gær að koma endilega og horfa á leikina á Rey-Cup en spilað er frá morgni til kvölds.
Annað mál:
Króksmót helgina 8-10 ágúst. Ég hef heyrt að margir séu ekkert alltof spenntir fyrir að fara á það mót en vill heyra hvað þið hafið að segja.
Ég er með óformlega könnun hér á bloggsíðunni og bið ykkur endilega að taka þátt í henni hérna hægra megin.
kv. Eysteinn
Núna í dag er frí á æfingu og einnig á fimmtudaginn.
Næsta æfing er því mánudaginn 28. júlí kl. 13:00-14:00.
Ástæðan er Rey-cup en allir vellir og allt starfsfólk er upptekið í undirbúning fyrir það mót.
Ég sagði við strákana í gær að koma endilega og horfa á leikina á Rey-Cup en spilað er frá morgni til kvölds.
Annað mál:
Króksmót helgina 8-10 ágúst. Ég hef heyrt að margir séu ekkert alltof spenntir fyrir að fara á það mót en vill heyra hvað þið hafið að segja.
Ég er með óformlega könnun hér á bloggsíðunni og bið ykkur endilega að taka þátt í henni hérna hægra megin.
kv. Eysteinn
Athugasemdir
Sæl
Eftir ánægjulega og gefandi ferð til Eyja erum við Hilmir æstir í að fara. Ég get tekið að mér einhvern undirbúning og/eða farastjórn ef þess þarf.
Áfram Þróttur !
Hrannar Björn Arnarsson, 22.7.2008 kl. 10:59
Hæhæ,
ég tek undir með Hrannari. Ég er eins og hæstvirtur þjálfari veit Sauðkrækingur og get hjálpað til við ýmislegt þar. Við Valgeir Ingi erum s.s. líka æst í að fara :) Við komum að utan 7.ágúst og ætlum að bruna beint á Krókinn - er mótið ekki 8.-10. ágúst (sömu helgi og Pæjumótið á Siglufirði) eða er það misskilningur hjá mér?
Lifi Þróttur!
Gudrún Jóna (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:34
Mótið er 8-10 ágúst
Rétt er það, búinn að breyta því
Takk fyrir að láta vita.
kv. Eysteinn
Eysteinn Pétur Lárusson, 23.7.2008 kl. 00:30
Birkir Atli hefur lítið mætt síðust vikur.. .við flytjum nánast út úr bænum um leið og færi gefst. Við verðum erlendis í ágúst en óskum þrótturum góðs gengis. kv Elfa og Birkir Alti
elfa Lilja (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:47
Sæll Eysteinn, Við Abraham erum að flytjast til Sviss og er hann því hættur hjá Þrótti. Við óskum ykkur alls hins besta í framtíðinni og þökkum fyrir þann tíma sem við höfum verið með ykkur. LIFI ÞRÓTTUR! Kveðja Svala
Svala Lind Ægisdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:14
Róbert Orn verdur komin til landsins tha og mun koma med ef thad verdur farid.
Kvedja fra Tenerife
Róbert Orn
Róbert Orn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:05
Ég er spenntur! Trausti Þór
Trausti Þór (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.