25.2.2008 | 14:18
Fjáröflun - frá foreldraráði
Kæru foreldrar
Til að auðvelda okkur að takast á við kostnað vegna móta í sumar verður boðið uppá 2-3 fjáraflanir fram að Shellmótinu í Eyjum, en þangað stefnir eldra árið í sumar.
Að þessu sinni er það Tannhirðusett sem strákarnir geta selt og hagnast um 1.200,- fyrir hvert sett.
Um er að ræða fjóra mismunandi tannhirðupakka sem strákarnir selja á 2.200 stykkið en verð úr búð mun vera ca 3.400.
Meðfylgjandi er pantanablað ásamt myndum af vörunum en einnig geta foreldrar fengið sýnishorn afhent á Miðvikudags æfingunni 27. feb.
Fyrirkomulagið er þannig að strákarnir sýna myndir eða sýnishorn og taka niður pantanir á meðfylgjandi eyðublað. Heildarfjöldi af hverjum pakka þarf að berast á marcus@myllan.is fyrir kl.12 mánudaginn 10.mars
Afhending fer svo fram fimmtudaginn 13.mars og þá verður að vera búið að millifæra á Marcus en hann hefur stofnað reikning sem geymir inneign hvers og eins.
Athugið að það þarf að greiða sýnishornið líka.
Reikningurinn er:
0117-26-717
kt:220468-2249
Munið að senda emailkvittun á marcus@myllan.is þar sem fram kemur nafn barnsins.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Marcus Petterson (pabba Róberts) í s.820-2320
Bestu kveðjur
og gangi ykkur vel að selja
Foreldraráð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.