11.2.2008 | 12:21
Óskar Jón - afleysingarþjálfari í vikunni
Sælir!
Óskar Jón (einnig handboltaþjálfari) mun sjá um æfingarnar ásamt Sveini á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku.
Ástæðan er að ég (Eysteinn) og Kiddi erum að fara í æfingaferð til Danmerkur með mfl. karla.
Óskar sem er einnig flottur knattspyrnuþjálfari er að mennta sig hjá KSÍ og þarf að skila ákveðnum fjölda æfinga í þjálfun fyrir félagið. Þjálfunin á miðvikudag og fimmtudag er hluti af þeirri starfsþjálfun.
Takið vel á móti Óskari og við Kiddi sjáum ykkur síðan aftur á mánudaginn 18. febrúar.
Annars bara æfing í Höllinni í dag.
kv. Eysteinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.