4.2.2008 | 14:47
Shellmótið - eldra árið - Þáttökukönnun - skil fyrir 5. feb
Minni á póstinn sem ég sendi á póstlistann hjá eldra árinu í síðustu viku.
Vinsamlegast skráið ykkur í athugasemdadálkinn ef þið ætlið að skrá ykkar barn til Eyja.
Fyrir 5. feb.
kv. Eysteinn
Bréfið sem var sent.
----
Sæl verið þið foreldrar og forráðamenn eldra árs í 6. flokki drengja.
Nú er undirbúningur fyrir Shellmótið kominn á fullt skrið. En áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að fá að vita hvað margir ætla sér að fara á mótið.
Vinsamlegast sendið póst á eysteinn@trottur.is og tilkynnið þátttöku sem allra fyrst eða ekki seinna en 5. febrúar.
Þetta er ekki lokadagsetning fyrir skráningu en við verðum að vita svona gróflega hvað margir ætla sér að fara svo við getum áætlað fjölda liða og fararstjóra.
Áætlaður kostnaður pr. keppanda er kr. 25.000 30.000 og er matur, gistin og ferðir fram og tilbaka innifalið í því. Ætlunin er að 2-3 fararstjórar fylgi hverju liði.
Verið er að skipuleggja fjáröflun og á næstunni verður boðið upp á 2-3 slíkar herferðir. (Auglýst síðar). Þegar nær dregur verður foreldrafundur þarf sem foreldrar verða beðnir um að skipta með sér verkum s.s. fararstjórn og matarundirbúningi.
Kveðja flokksráð og þjálfarar.
Athugasemdir
Hilmir Jökull ætlar til eyja
Hilmir Jökull (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.